Melar Sport - ráðgjöf

Ráðgjöf Mela Sport þjónustar íþróttasamfélagið, önnur félagasamtök, stofnanir og fyrirtæki.

Melar Sport býður uppð á ýmis konar ráðgjöf og fyrirlestra fyrir íþróttafélög, keppnislið og einstaklinga sem og íþróttastofnanir, sveitarfélög og fyrirtæki.

FRÆÐSLUFYRIRLESTRAR
Fræðslufyrirlestrar fyrir iðkendur, þjálfara, foreldra, stjórnendur, fyrirtæki og stofnanir. Fjölbreytt efni fyrirlestra um íþróttir barna og ungmenna sem og afreksíþrótta sniðnir að þörfum hverju sinni. Meðal efnis fræðslufyrirlestra eru til dæmis: forsendur árangurs; samvinna og liðsheild; listin að sigra; gildi íþrótta; íþróttir og brottfall, o.fl.

STEFNUMÓTUN OG SKIPULAG
Fyrir íþróttafélög, deildir, foreldrafélög, sem og íþróttastofnanir. Sérstök áhersla á skipulag barna- og unglingastarfs með tilliti til uppeldis- og afreksstefnu.

HVATNINGAFYRIRLESTRAR OG LIÐSVINNA
Markviss og sértæk vinna með íþróttalið og aðra hópa eins og stjórnendur og/eða starfsfólk fyrirtækja og stofnana.

EINSTAKLINGSRÁÐGJÖF
Einstaklingsbundin ráðgjöf fyrir íþróttafólk sem vill bæta árangur sinn.

RANNSÓKNIR OG KANNANIR
Framkvæmum viðhorfskannanir og mælingar fyrir íþróttafélög, íþróttastofnanir, sveitarfélög og fyrirtæki. Spurningalistakannanir og rýnihópar ásamt ráðgjöf um lausnir og stefnumótun.

Nánari upplýsingar veitir Viðar Halldórsson, sími 825 6388/ vidar@melarsport.is